Covid-19 Aðgerðir
Kæru viðskiptavinir,
Margt hefur breyst í þjóðfélaginu á síðustu misserum vegna covid-19, eitt af því er samkomubann og hert öryggi með hreinlæti í matvælaframleiðslu. Nú sem og ávalt erum við stolt af því að viðhalda háum stuðlum um gæði og hreinlæti, þar sem að öryggi ykkar og starfsfólks okkar er í fyrirúmi. Við höfum því gripið til eftirfarandi viðbótaraðgerða varðandi hreinlæti og bætt við snertilausum heimsendingum til að geta þjónustað alla viðskipavini okkar hvort sem þeir eru í sótthví eður ei.
Snertilaus heimsending
Þið pantið á netinu og veljið snertilausa heimsendingu eða hringið í síma 8203106 og takið því fram þegar þið pantið.
Við komum á staðinn og hringjum í ykkur þegar við erum fyrir utan, við skiljum svo matinn eftir við dyrnar hjá ykkur á pappakassa til að tryggja matvælaöryggi.
Heimsending er opin þriðjudaga til föstudaga frá kl 11:00-21:00 og laugardaga frá kl 12:00-21:00
Frí heimsending innan höfuðborgarsvæðisins ef að pantað er fyrir meira en 5000kr. Sé pantað fyrir minna er heimsendingarkostnaður 1490kr.
Þið ykkar sem búið á landsbyggðinni getið líka fengið sent ef þið pantið fyrir 5000kr. eða meira og borgið flutingarkostnað frá Reykjavík til ykkar heima
Hertar reglur um hreinlæti við framleiðslu og afgreiðslu í verslun okkar í Borgartúni 26.
Við hjónin erum eina starfsfólk staðarins á meðan á þessu ástandi stendur. Við förum einungis til vinnu, sækjum helstu nauðsynjar með varkárni, og höldum okkur heima við til að minnka enn fremur líkur á smiti. Auk þess sem að enginn fær að koma inn á heimili okkar og einkabarnið er komið í sveitasæluna til ömmu og afa til að létta sér lund og tryggja ykkar velferð 😉
Við reynum eftir fremsta megni að fá öll aðföng send til okkar með snertilausum hætti.
Við sprittum alla snertifleti í framleiðslu og áhöld mörgum sinnum á dag sem og hurðir, hurðarúna og aðra sameiginlega snertifleti. Einnig sprittum við posa, afgeiðsluborð, borð, bekk og stóla eftir hvern viðskiptavin.
Við þvoum okkur með sápu í 20 sekúntur og sprittum hendur fyrir og eftir afgreiðslu við hvern einasta viðskipavin.
Tilmæli til viðskiptavina sem koma í verslun okkar í Borgartúni 26
Það er handspritt við innganginn að verslun okkar fyrir viðskiptavini sem og á afgreiðsluborði og salerni og við byðjum ykkur að nýta það.
Vinsamlegast byðjið sarfsfólk um að rétta ykkur sykur, sérvéttur og vörur úr kæli.
Vinsamlegast greiðið með snertilausum kortagreiðslum frekar en peninugm sé því við komið