Glúten- og Laktósafrír matur og Bakkelsi
Cooking Harmony er framsækið bakarí og veitingastaður sem sérhæfir sig í framleiðslu á glúten- og laktósafríum vörum.
Bakaríið framleiðir allt frá einföldum súkkulaðiklöttum upp í fínustu makkarónur og brúðartertur. Í dag erum við eina bakaríið á Íslandi sem býður upp á samfellda línu af hveiti-, glúten-, laktósafríum, mjólkurlausum og vegan vörum bæði í heildsölu og smásölu.
Við rekum einnig veitingastað kaffihús, og veisluþjónustu þar sem við bjóðum upp á fljölbreytt veisluföng við öll tilefni sem einnig eru, glúten, laktósafrí og sumt alveg mjólkurlaust og/eða vegan.
Vörurnar okkar gefa þó hinum „hefðbundnu“ og „venjulegu“ vörum ekkert eftir þegar kemur að bragði, áferð og gæðum. Við framleiðum allt á staðnum og vinnum frá grunni úr hágæða hráefni til að kappkosta að vörurnar okkar standist þennan samanburð. Sem dæmi má nefna að við framleiðum okkar eigið smjör til að ná fram réttu bragði í kremið á sörunum, óperutertunni og makkarónunum. Einnig notum við okkar eigið smjör þegar við búum til karamellur ofl. góðgæti.
Brauð & bollur
Eftirréttiir og smástykki